Skilmálar

Litlir fætur marka djúp spor
Frásagnir frá fjölskyldum
„Við misstum annan tvíburann okkar á meðgöngu og þykir mjög vænt um að ein kanína fylgi hvoru barni.“
– Halldóra og Ingvar
„Ég var mikið með hana í fanginu og hálsakoti fyrstu dagana, leið smá eins og ég væri með litlu stelpuna mína þá og væri að passa hana og vernda.“
– Helena
„Sonur okkar fer ekkert án kanínunnar og sefur með hana allar nætur. Kanínan minnir okkur á Ylfu Dís og veitir okkur hlýju í hjartanu að hafa hana alltaf með okkur.“
– Guðrún Hildur og Björgvin Fjeldsted
„Önnur kanínan passar upp á Birtu okkar í kirkjugarðinum og hin er heima þar sem við getum knúsað, kysst og talað við hana.“
– Valla og Böddi
„Það er gott fyrir son okkar að hafa haldbæra og sjónræna minningu um tvíburabróður sinn, sem hann getur tekið utan um og fundið fyrir þegar hann þarf á að halda.“
– Ingibjörg Freyja



