Um minningarkassana

Þegar foreldrar missa barn á meðgöngu er mikilvægt að hjálpa þeim að skapa minningar um barnið og búa til fallega umgjörð í kringum missinn. Minningarkassarnir frá Gleym mér ei gera foreldrum kleift að varðveita minninguna um litla ljósið.


Gleym mér ei gefur 100-170 minningarkassa um allt land á hverju ári. Í þeim má finna armbönd frá Aurum, kertastjaka, box fyrir hárlokk, leirmót fyrir litlar hendur og fætur, kanínubangsa og ýmiss konar fræðsluefni fyrir foreldra og ástvini þeirra.*

* Innihald kassans getur breyst. Gleym mér ei er í nánum samskiptum við ljósmæður og starfsfólk LSH varðandi þarfir foreldranna sem geta verið breytilegar.

Sumir foreldrar geyma barnið sitt í hjartanu en ekki fanginu

Að missa barn á meðgöngu, í fæðingu eða eftir fæðingu er átakanleg lífsreynsla og veldur mikilli sorg, sem er oft borin í hljóði og skilur eftir sig djúp sár.

Mæðradagurinn er þann 12. maí og við viljum hvetja fólk til að hugsa líka til þeirra mæðra sem hafa þurft að kveðja börnin sín og fá aldrei mæðradagsknús frá þeim.

Kæru mæður með börn í hjartanu, við hugsum til ykkar á þessum degi.

Að missa barn á meðgöngu, í fæðingu eða eftir fæðingu er átakanleg lífsreynsla og veldur mikilli sorg, sem er oft borin í hljóði og skilur eftir sig djúp sár.

Mæðradagurinn er þann 12. maí og við viljum hvetja fólk til að hugsa líka til þeirra mæðra sem hafa þurft að kveðja börnin sín og fá aldrei mæðradagsknús frá þeim.

Kæru mæður með börn í hjartanu, við hugsum til ykkar á þessum degi.

Hjálpaðu litlum ljósum að lifa áfram
í minningunni

Gleym mér ei

Veldu upphæð og skráðu þig hér að ofan og við sendum þér kröfu í heimabankann.